Kynþokkafull sundföt fyrir konur með línur Ása Ottesen skrifar 15. ágúst 2013 09:00 Hér má sjá módel í tankíní frá Kasy. MYND/EYDÍS BJÖRK „Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum. Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum.
Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira