Lífið

Áslaug Arna með leiksigur í Sápunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug Arna var einn af gestaleikurunum í fyrsta þættinum af Sápunni.
Áslaug Arna var einn af gestaleikurunum í fyrsta þættinum af Sápunni.

Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudaginn og var fyrstu þátturinn í opinni dagskrá.

Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson.

Áhorfendur Stöðvar 2 munu síðan næstu vikur geta haft áhrif á handrit þáttanna og má í raun segja að þeir verði skrifaðir í rauntíma.

Fjölmargir gestaleikarar mættu í fyrsta þættinum og má það meðal annars nefna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Þorgrímur Þráinsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Rúnar Freyr og Gói.

Klippa: Áslaug Arna með leiksigur í Sápunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×