"Svaraðu já eða nei" Sunna Valgerðardóttir skrifar 19. apríl 2013 07:00 Menntamálaráðherra hafði vart undan við að svara spurningum kennara MR. Mörg hitamál brunnu á fólki auk menntamála, en VG var meðal annars gagnrýnt fyrir linkind í umhverfismálum og velferðarmálum. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég veit að ég verð spurð um skuldamál heimilanna hér á eftir, svo ég ætla að tala örstutt um það líka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á hádegisfundi með kennurum Menntaskólans í Reykjavík í gær. Enginn bar þó upp spurningu varðandi skuldamálin en ráðherra var samt sem áður grillaður af fundargestum, þar sem hún var meðal annars krafin svara um nýlega breytingu ríkisstjórnarinnar á lyfjalögum. „Svaraðu já eða nei. Viljið þið kenna ykkur við svona aðgerðir?“ spurði einn kennarinn Katrínu, sem gat ekki svarað eins og um var beðið. Var þá spurningin ítrekuð en svar ráðherra var loks að eðlilegt væri að endurskoða kerfið ef kjör sjúklinga skerðast. Flokkurinn var einnig gagnrýndur harðlega fyrir linkind í umhverfismálum, fáar aðgerðir í samgöngumálum og hægagang í lagabreytingum varðandi jafnrétti foreldra. „Nú leggur VG áherslu á umhverfisvernd. Hvernig gat það gerst að þið samþykktuð Bjarnarflag?“ spurði Kolbrún Elfa Sigurðardóttir meðal annars. Það sem stóð þó hæst voru vitanlega menntamálin, þá sér í lagi bág fjárhagsstaða MR og laun framhaldsskólakennara almennt. „MR er illa settur skóli. Við erum með ódýrustu nemendurna ár eftir ár og fáum langminnst framlög,“ sagði Guðjón Ragnar Jónasson íslenskukennari. „Á ég að dæmast fyrir að búa í 101 í stað þess að vera austan Snorrabrautar? Á skólinn minn ekki að njóta sömu réttinda og aðrir skólar?“ Eins og bent var á eru þetta ekki spurningar sem menntamálaráðherra var að heyra í fyrsta sinn, en þeir fundargestir sem þurftu ekki að rjúka til kennslu eftir að fulltrúar VG fóru af svæðinu voru allir á einu máli um að ekki hefði nóg verið að gert á síðasta kjörtímabili fyrir menntakerfið í landinu. „Menntamálin eru alltaf með í öllum hátíðarræðum, en þegar kemur til framkvæmda gerist ekkert,“ sagði Þyrí Árnadóttir áður en hún hélt aftur til vinnu.Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Trausti Þorgeirsson.Mér finnst hún vera í mikilli vörn„Svona fundir virka vel. Maður kemst sjaldnast annars í návígi við frambjóðandann en þetta er auðvitað óvenjulegt í dag þar sem menntamálaráðherra talar í þessari stofnun,“ segir Trausti Þorgeirsson, tölvunarfræði- og stærðfræðikennari við MR, að loknum fundi. „Svo finnst mér gott að hafa skemmtiefni á matmálstímum.“ Trausti hefur enn ekki gert upp hug sinn varðandi komandi kosningar. „Svona heimsóknir hafa klárlega mikil áhrif og geta hjálpað fólki að ákveða sig. Það munar miklu að sjá fólkið í návígi en ekki bara á sjónvarpsskjánum,“ segir hann. Spurður hvort þessi tiltekni fundur hafi haft áhrif á hans pólitísku afstöðu, vill hann lítið svara, en taldi ráðherra hafa verið í varnargír. „Mér fannst hún vera í mikilli vörn. Flokkurinn mælist með mjög lítið fylgi og ég skil ekki af hverju hún er ekki agressívari og reynir að selja sig betur,“ segir hann.Það verður verkfall í febrúarKennarar kolfelldu samkomulag við ríkið á seinni hluta síðasta árs og starfsmenn MR voru ekki að fela óánægju sína með kjör sín á fundinum. „Við erum að undirbúa verkfall og það er vinna í undirbúningi á vegum stéttarfélagsins,“ sagði Bragi Halldórsson við Katrínu. „Við ætlum í verkfall og ætlum ekki að vinna eftir þessari námskrá.“ Katrín sagðist sjálf hafa mundu tekið samkomulaginu sem ríkið bauð fram væri hún kennari, en skildi aðstöðu stéttarinnar og svaraði gagnrýnisröddunum eftir bestu getu. Kolbrún Elfa Sigurðardóttir tók undir með kollega sínum. „Það verður verkfall í febrúar. Það verður langt og það verður strangt,“ sagði hún. Eftir fundinn spjallaði blaðakona við nokkra kennara, sem allir tóku í sama streng. Allir sammæltust um að menntamálin hefðu orðið út undan í kosningabaráttunni undanfarið. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ég veit að ég verð spurð um skuldamál heimilanna hér á eftir, svo ég ætla að tala örstutt um það líka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á hádegisfundi með kennurum Menntaskólans í Reykjavík í gær. Enginn bar þó upp spurningu varðandi skuldamálin en ráðherra var samt sem áður grillaður af fundargestum, þar sem hún var meðal annars krafin svara um nýlega breytingu ríkisstjórnarinnar á lyfjalögum. „Svaraðu já eða nei. Viljið þið kenna ykkur við svona aðgerðir?“ spurði einn kennarinn Katrínu, sem gat ekki svarað eins og um var beðið. Var þá spurningin ítrekuð en svar ráðherra var loks að eðlilegt væri að endurskoða kerfið ef kjör sjúklinga skerðast. Flokkurinn var einnig gagnrýndur harðlega fyrir linkind í umhverfismálum, fáar aðgerðir í samgöngumálum og hægagang í lagabreytingum varðandi jafnrétti foreldra. „Nú leggur VG áherslu á umhverfisvernd. Hvernig gat það gerst að þið samþykktuð Bjarnarflag?“ spurði Kolbrún Elfa Sigurðardóttir meðal annars. Það sem stóð þó hæst voru vitanlega menntamálin, þá sér í lagi bág fjárhagsstaða MR og laun framhaldsskólakennara almennt. „MR er illa settur skóli. Við erum með ódýrustu nemendurna ár eftir ár og fáum langminnst framlög,“ sagði Guðjón Ragnar Jónasson íslenskukennari. „Á ég að dæmast fyrir að búa í 101 í stað þess að vera austan Snorrabrautar? Á skólinn minn ekki að njóta sömu réttinda og aðrir skólar?“ Eins og bent var á eru þetta ekki spurningar sem menntamálaráðherra var að heyra í fyrsta sinn, en þeir fundargestir sem þurftu ekki að rjúka til kennslu eftir að fulltrúar VG fóru af svæðinu voru allir á einu máli um að ekki hefði nóg verið að gert á síðasta kjörtímabili fyrir menntakerfið í landinu. „Menntamálin eru alltaf með í öllum hátíðarræðum, en þegar kemur til framkvæmda gerist ekkert,“ sagði Þyrí Árnadóttir áður en hún hélt aftur til vinnu.Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Trausti Þorgeirsson.Mér finnst hún vera í mikilli vörn„Svona fundir virka vel. Maður kemst sjaldnast annars í návígi við frambjóðandann en þetta er auðvitað óvenjulegt í dag þar sem menntamálaráðherra talar í þessari stofnun,“ segir Trausti Þorgeirsson, tölvunarfræði- og stærðfræðikennari við MR, að loknum fundi. „Svo finnst mér gott að hafa skemmtiefni á matmálstímum.“ Trausti hefur enn ekki gert upp hug sinn varðandi komandi kosningar. „Svona heimsóknir hafa klárlega mikil áhrif og geta hjálpað fólki að ákveða sig. Það munar miklu að sjá fólkið í návígi en ekki bara á sjónvarpsskjánum,“ segir hann. Spurður hvort þessi tiltekni fundur hafi haft áhrif á hans pólitísku afstöðu, vill hann lítið svara, en taldi ráðherra hafa verið í varnargír. „Mér fannst hún vera í mikilli vörn. Flokkurinn mælist með mjög lítið fylgi og ég skil ekki af hverju hún er ekki agressívari og reynir að selja sig betur,“ segir hann.Það verður verkfall í febrúarKennarar kolfelldu samkomulag við ríkið á seinni hluta síðasta árs og starfsmenn MR voru ekki að fela óánægju sína með kjör sín á fundinum. „Við erum að undirbúa verkfall og það er vinna í undirbúningi á vegum stéttarfélagsins,“ sagði Bragi Halldórsson við Katrínu. „Við ætlum í verkfall og ætlum ekki að vinna eftir þessari námskrá.“ Katrín sagðist sjálf hafa mundu tekið samkomulaginu sem ríkið bauð fram væri hún kennari, en skildi aðstöðu stéttarinnar og svaraði gagnrýnisröddunum eftir bestu getu. Kolbrún Elfa Sigurðardóttir tók undir með kollega sínum. „Það verður verkfall í febrúar. Það verður langt og það verður strangt,“ sagði hún. Eftir fundinn spjallaði blaðakona við nokkra kennara, sem allir tóku í sama streng. Allir sammæltust um að menntamálin hefðu orðið út undan í kosningabaráttunni undanfarið.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent