Innlent

Lægðar­drag þokast suður yfir landið

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út klukkan 7.
Spákort veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út klukkan 7. Veðurstofan

Lægðardrag þokast suður yfir landið í dag og mun því víða fylgja lítilsháttar rigning og jafnvel slydda norðaustanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að á Suðausturlandi verði líklegast þurrt fram á kvöld og þar verði einnig hlýjast, þar sem hámarkshiti verður á bilinu 10 til 15 stig. Annars má búast við vestan 5 til 13 metrum á sekúndu og hita víða 5 til 13 stig.

„Í nótt má hins vegar búast við frosti á öllu norðan- og austanverðu landinu.

Það er útlit fyrir hægan vind á morgun og bjart veður norðan heiða en dálitla rigningu syðst á landinu fram eftir degi. Hiti 2 til 9 stig.

Á miðvikudag er spáð vestan kalda með smáskúrum víða og hita á bilinu 5 til 10 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestan 3-10, skýjað og dálítil rigning syðst á landinu, en bjart með köflum N-lands. Hiti 2 til 9 stig.

Á miðvikudag: Vestan 5-13 m/s. Stöku skúrir V-lands og dálítil væta við N-ströndina, annars skýjað en þurrt. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Vestlæg átt og rigning, en úrkomulítið á A-verðu landinu. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast SA-lands.

Á föstudag: Austlæg átt, rigning með köflum og hiti 5 til 10 stig, en þurrt NA-lands og hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag og sunnudag: Austanátt og úrkomulítið, en rigning með köflum S-lands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×