Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:22 Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira