Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:22 Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða. Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða.
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira