Margir hafa sett upp sína eigin YouTube-rás og hafa af því atvinnu að setja inn myndbönd og reyna fá sem flesta til að horfa á þau.
Ein slík er rásin Hydraulic Press Channel þar sem koma aðeins inn myndbönd þar sem verið er að kremja allskonar hluti. Fólk hefur mikinn áhuga á þessum myndböndum en í nýjasta myndbandinu frá síðunni er aftur á móti ekki verið að kremja neitt.
Þar má sjá hvað gerist þegar sjóðandi heitum stálklumpi er komið fyrir ofan á mjög þykkum ís. Sjón er sögu ríkari.