Bæjartorg verður til í miðborg Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 15:37 Svona á Bæjartorgið að líta út. Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu frá Pósthússtræti að Lækjartorgi hefjast í byrjun næstu viku og verður lokað fyrir umferð um Tryggvagötu á þessum kafla þar til verki lýkur í byrjun október. Bílaumferð verður beint um Geirsgötu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá munu einnig hefjast framkvæmdir við Steinbryggju, en svo heitir nú sá kafli Pósthússtrætis sem er á milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Sú gata hefur verið lokuð bílaumferð vegna framkvæmda á aðliggjandi byggingareit. Á framkvæmdatíma verður hún að mestu opin fyrir gangandi vegfarendum með einhverjum undantekningum. Inni á byggingarreitnum er einnig að hefjast vinna við frágang nýrra göngugatna sem fengið hafa heitin Kolagata og Tónagata. Bæjartorg, þar sem Bæjarins bestu hafa verið með söluskýli, verður einnig endurgert samtímis. Bæjarins bestu fá framtíðarstað á Bæjartorgi að framkvæmdum loknum.Ferðamönnum vísað veginn Framkvæmdirnar munu óneitanlega hafa áhrif á mannlífið í miðborginni segir í tilkynningu frá borginni. Verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að beina gangandi vegfarendum um öruggar gönguleiðir. Skilti verða sett upp á nokkrum stöðum til að vísa veginn og verða þau einnig á ensku vegna þess mikla fjölda ferðamanna sem er á þessum slóðum. Safnstæði fyrir hópbifreiðar í Tryggvagötu verður óvirkt meðan á framkvæmdum stendur og upplýst um það á fundi með samtökum ferðaþjónustunnar í maí. Vefsíða með upplýsingum um rútustoppistöðvar í miðborginni hefur verið uppfærð. Kalkofnsvegur tekinn í notkun í áföngum Samhliða þessum framkvæmdum er unnið að lokafrágangi á Kalkofnsvegi og Geirsgötu, en ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum á umferð vegna þeirra. Kalkofnsvegur verður tekinn í notkun í áföngum og í lok vikunnar verður umferð hleypt á nýjan kafla, vestari akrein, frá Sæbraut að Geirsgötu. Þá verða einnig virkjuð ný umferðarljós á gatnamótum Geirsgötu og Kalkofnsvegar virkjuð í lok vikunnar. Ljósastýring verður stillt til að mæta umferðarflæði um breytt gatnamót. Skipulag Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu frá Pósthússtræti að Lækjartorgi hefjast í byrjun næstu viku og verður lokað fyrir umferð um Tryggvagötu á þessum kafla þar til verki lýkur í byrjun október. Bílaumferð verður beint um Geirsgötu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá munu einnig hefjast framkvæmdir við Steinbryggju, en svo heitir nú sá kafli Pósthússtrætis sem er á milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Sú gata hefur verið lokuð bílaumferð vegna framkvæmda á aðliggjandi byggingareit. Á framkvæmdatíma verður hún að mestu opin fyrir gangandi vegfarendum með einhverjum undantekningum. Inni á byggingarreitnum er einnig að hefjast vinna við frágang nýrra göngugatna sem fengið hafa heitin Kolagata og Tónagata. Bæjartorg, þar sem Bæjarins bestu hafa verið með söluskýli, verður einnig endurgert samtímis. Bæjarins bestu fá framtíðarstað á Bæjartorgi að framkvæmdum loknum.Ferðamönnum vísað veginn Framkvæmdirnar munu óneitanlega hafa áhrif á mannlífið í miðborginni segir í tilkynningu frá borginni. Verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að beina gangandi vegfarendum um öruggar gönguleiðir. Skilti verða sett upp á nokkrum stöðum til að vísa veginn og verða þau einnig á ensku vegna þess mikla fjölda ferðamanna sem er á þessum slóðum. Safnstæði fyrir hópbifreiðar í Tryggvagötu verður óvirkt meðan á framkvæmdum stendur og upplýst um það á fundi með samtökum ferðaþjónustunnar í maí. Vefsíða með upplýsingum um rútustoppistöðvar í miðborginni hefur verið uppfærð. Kalkofnsvegur tekinn í notkun í áföngum Samhliða þessum framkvæmdum er unnið að lokafrágangi á Kalkofnsvegi og Geirsgötu, en ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum á umferð vegna þeirra. Kalkofnsvegur verður tekinn í notkun í áföngum og í lok vikunnar verður umferð hleypt á nýjan kafla, vestari akrein, frá Sæbraut að Geirsgötu. Þá verða einnig virkjuð ný umferðarljós á gatnamótum Geirsgötu og Kalkofnsvegar virkjuð í lok vikunnar. Ljósastýring verður stillt til að mæta umferðarflæði um breytt gatnamót.
Skipulag Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira