Gerðu kröfu um að Lilja yrði formaður Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira