Gerðu kröfu um að Lilja yrði formaður Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira