Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 20:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira