Móðir lét vita af ofnæmisvaldi í köku 12. maí 2011 06:00 Í búðinni Alla jafna er innihaldslýsing vöru ítarleg enda löggjöf sem kveður á um hvernig að henni skuli staðið orðin nokkurra ára gömul. Nokkur misbrestur hefur hins vegar reynst á að ofnæmis- og óþolsvalda sé getið. Fréttablaðið/Valli Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira