„Er alltaf vondi kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 11:30 Darri ásamt Michelle og börnunum tveimur. Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein