Innlent

Nýr leikhússtjóri og tónlistarstjóri á Akureyri

Bjarki Ármannsson skrifar
Jón Páll Eyjólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Jón Páll Eyjólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Vísir/Pjetur/Aðsend
Jón Páll Eyjólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Samhliða leiklistarferli hefur leikstýrt og sett saman sviðsverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar og verið stundakennari við Listaháskóla Íslands. Hann er fyrsti leikhússtjóri sem skipaður er af hinu nýstofnaða Menningarfélagi Akureyrar, sem tók yfir rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs í sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menningarfélaginu. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður hefur verið skipaður tónlistarstjóri félagsins og Þórunn Geirsdóttir, eiginkona hans, verkefnastjóri í skipulags- og sýningarstjórn. Þorvaldur er landsþekktur, meðal annars fyrir störf sín með hljómsveitinni Todmobile, og Þórunn hefur verið skipulagsstjóri Þjóðleikhússins frá árinu 2007. 

Þá hefur Sólveig Elín Þórhallsdóttir verið ráðin í starf viðburðastjóra og Anna Bergljót Thorarensen hefur verið ráðin verkefnastjóri markaðsmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×