Innlent

Blindhríð á Hellisheiðinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd sem fréttastofu barst frá heiðinni.
Mynd sem fréttastofu barst frá heiðinni. Vísir
Gríðarhálka er á Hellisheiðinni um þessar mundir og ökumenn sjá varla fram fyrir sig vegna mikillar snjókomu og fjúks. Tveir ökumenn hafa haft samband við fréttastofu Vísis til að láta vita af bílum sem fastir eru í vegarkanti.

Annar ökumannanna, sem var á leið til höfuðborgarinnar, segist hafa þurft að keyra löturhægt alla leiðina frá Hveragerði þrátt fyrir að vera á öflugum, fjórhjóladrifnum bíl. Vegurinn er sagður flugháll og sjónarvottum ber saman um að tveir bílar hið minnsta hafi þegar fest við Skíðaskálabrekkuna.

Vísir náði tali af lögreglunni á Selfossi fyrir stuttu, en þangað höfðu engar tilkynningar um festa bíla borist. Þrír fulltrúar Vegagerðinnar eru sagðir á svæðinu og því stendur ekki til að senda lögreglu þangað að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×