Innlent

Fagnar nauðgunardómi

Deildarstjóri neyðarmóttöku nauðgana fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja litháa sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í gær. Hún segist vilja sjá þyngri dóma við nauðgunum í framtíðinni, en dómurinn í gær sé skref í rétta átt.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo Litháa í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu í húsasundi við Laugaveg í nóvember síðastliðnum. Þetta er þyngsti dómur fyrir eitt nauðgunarbrot í íslenskri dómaframkvæmd. Eyrún Jónsdóttir deildarstjóri Neyðarmóttöku nauðgana segir dóminn fagnaðarefni.

Eyrún segist ekki hafa séð svona þunga dóma í svipuðum málum og dæmt var í gær. Um sjötíu og fimm til áttatíu prósent nauðgana hér á landi eiga sér stað í heimahúsum og þar sé sönnunarbyrðin erfiðari því þar standi orð gegn orði. Eyrún segir að þyngja eigi refsingar í þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×