Innlent

Vilhjálmur árið 2006: Eðlilegast að stærsti flokkurinn fái borgarstjórastólinn

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar það skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks við einhvern hinna flokkana að hann yrði borgarstjóri. Hann hefur nú látið borgarstjórastólinn af hendi tímabundið til Ólafs F. Magnússonar, F-lista.

Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa undanfarna daga verið sakaðir um að hafa selt borgarstjórastólinn til F-lista til þess eins að ná völdum í borginni á nýjan leik. Því hafa sjálfstæðismenn vísað á bug. Tveimur vikum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 var Vilhjálmur gestur Þorfinns Ómarssonar í þættinum Fréttavikan sem sýndur var á NFS. Þar sagði hann það eðlilegast að stærsti flokkurinn fengi borgarstjórastólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×