Blogg blaðamanns ekki brotlegt við siðareglur Andri Ólafsson skrifar 26. nóvember 2007 20:43 Rannveig Rist kærði blaðamann til siðanefndar vegna bloggfærslu sem hún telur hann hafa skrifað. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira