Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 18:39 Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira