Börn höfð með í ráðum með markvissari hætti Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Börn í Kópavogi taka virkan þátt í hátíðahöldum þar í bæ í dag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Jóhann K. Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“ Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira