Stór mál bíða afgreiðslu Snærós Sindradóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu þann 6. apríl síðastliðinn að kosningar yrðu í haust. Þeir hafa síðan þurft að margítreka að þeir hyggist standa við stóru orðin. Þingflokksformaður Framsóknar segir vilja til að flýta kosningum en dagsetning þeirra velti á hvenær þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé tæmdur. Fréttablaðið/Ernir Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira