Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 18:35 Hægt er að kveikja á staðsetningarforriti sem finnur staðsetningu spjaldtölva á borð við iPad. Apple Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent