Pétur Blöndal: Þetta er ekki Freyju að kenna 16. desember 2010 19:11 „Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur," segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um Freyju Dís Númadóttur sem er öryrki og einstæð móðir þriggja barna. Um mánaðarmótin fékk hún 420 þúsund króna innborgun frá Tryggingarstofnun en inni í þeirri upphæð eru meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna hennar. Freyja hefur engu að síður þurft að leita sér mataraðstoðar upp á síðkastið. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í mörg ár gagnrýnt almannatryggingakerfið hér á landi. Hann segist margoft hafa bent á galla í kerfinu og staða Freyju hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er að sjálfsögðu ekki viðkomandi einstaklingi að kenna. Þetta er kerfið sem er svo lagskipt." Pétur segir að í kerfinu sé bæði oftrygging en líka ákveðin vantrygging og nefnir dæmi um aðila sem að einhverjum ástæðum verða atvinnulausir. Hann segir oftrygginguna bera heilmikinn kostnað en hún gæti auðveldlega borgað upp vantrygginguna og því þyrftu breytingar ekki að kosta mikið. Pétur segir að líta þurfi á kerfið heildstætt. „Og búa til kerfi sem tryggir þá sem þarf að tryggja og sé ekki að gera það að verkum að þeir sem borga bæturnar, það er að segja vinnandi fólk sem með sköttum sínum borgar bæturnar, séu verr settir heldur en þeir sem fá bæturnar. Það má ekki gerast." Tengdar fréttir Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur," segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um Freyju Dís Númadóttur sem er öryrki og einstæð móðir þriggja barna. Um mánaðarmótin fékk hún 420 þúsund króna innborgun frá Tryggingarstofnun en inni í þeirri upphæð eru meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna hennar. Freyja hefur engu að síður þurft að leita sér mataraðstoðar upp á síðkastið. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í mörg ár gagnrýnt almannatryggingakerfið hér á landi. Hann segist margoft hafa bent á galla í kerfinu og staða Freyju hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er að sjálfsögðu ekki viðkomandi einstaklingi að kenna. Þetta er kerfið sem er svo lagskipt." Pétur segir að í kerfinu sé bæði oftrygging en líka ákveðin vantrygging og nefnir dæmi um aðila sem að einhverjum ástæðum verða atvinnulausir. Hann segir oftrygginguna bera heilmikinn kostnað en hún gæti auðveldlega borgað upp vantrygginguna og því þyrftu breytingar ekki að kosta mikið. Pétur segir að líta þurfi á kerfið heildstætt. „Og búa til kerfi sem tryggir þá sem þarf að tryggja og sé ekki að gera það að verkum að þeir sem borga bæturnar, það er að segja vinnandi fólk sem með sköttum sínum borgar bæturnar, séu verr settir heldur en þeir sem fá bæturnar. Það má ekki gerast."
Tengdar fréttir Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52