Uppsprengt verð á Kjarval 3. maí 2007 06:00 Bragi Kristjónsson fornbókasali segir verðlagninguna á Hvalasögu Kjarvals á eBay út í hött. MYND/Heiða „Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira