Japanskur dreifingaraðili kvikmyndarinnar Babel hefur varað fólk við því að því gæti liðið illa við að horfa á myndina. Að sögn dreifingaraðilans hafa fimmtán manns kvartað undan ógleði eftir að hafa horft á myndina.
Um er að ræða atriði þar sem persóna japönsku leikkonunnar Rinko Kikuchi fer á næturklúbb með ljósum sem blikka ákaft. Hefur áhorfendum orðið óglatt við það að horfa á ljósin.

