Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 13:52 Unga fólkið fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í hádeginu. Að sjálfsögðu var tekin mynd við tilefnið. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, stendur lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sigurjón Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira