Innlent

Kaupendur skila lóðum sínum við Úlfarsfell

Kaupendur níu lóða af þeim hundrað og fjórum, sem boðnar voru út við Úlfarsfell í Reykjavík í febrúar, hafa skilað lóðunum aftur. Morgunblaðið hefur það eftir Ágústi Jónssyni hjá framkvæmdasviði borgarinnar, að þetta sé óvenju hátt hlutfall. Hann getur sér þess til að rekja megi þetta til þeirrar stefnubreytingar, sem orðið hefur hjá bönkunum varðandi íbúðalán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×