Eykur sjálfstraust og félagshæfni 11. júlí 2006 06:15 Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum.
Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira