Innlent

Hafnar kröfu um frávísun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfum manns sem ákærður er fyrir að hafa numið dóttur sína á brott og flutt hana til Frakklands um að málinu verði vísað frá dómi. Rök mannsins eru þau að hann sætir sömu ákæru í Frakklandi og taldi hann það brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um sanngjarna málsmeðferð að þurfa að sæta ákærumeðferð í tveimur löndum vegna sama brots. Maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans voru búsett hér á landi. Maðurinn fékk dóttur sína til helgardvalar fyrir tveimur árum. Hann fór með barnið til Frakklands og ætlaði að fá úrskurð franskra dómstóla í forræðisdeilu foreldranna um barnið. Móðir barnsins fór stuttu síðar til Frakklands, náði í barnið og kom með það til Íslands. Héraðsdómur segir engin rök hníga að því að fresta málinu hér á landi, né vísa því frá, og verður það því til áframhaldandi málsmeðferðar hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×