Grænkerakrásir Guðrúnar tilnefnd til Gourmand-verðlaunanna Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2020 16:30 Guðrún Sóley tilnefnd til verðlauna fyrir bók sína. mynd/Rut Sigurðardóttir Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“ Bókmenntir Vegan Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“
Bókmenntir Vegan Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira