Vinna að sátt eftir átök Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Samtökin 78 hafa logað stafnanna á milli síðan það lá fyrir að BDSM á Íslandi væru á hraðri leið inn í samtökin. vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38
Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52
Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59