Innlent

Vill ítarlegar upplýsingar um ferðir og ferðakostnað ráðherra

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. MYND/GVA

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hún fer fram á upplýsingar um allar utanferðir ráðherra frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í fyrra.

Álfheiður spyr hversu oft hver ráðherra hafi farið til útlanda í opinberum erindagjörðum, hvert tilefnið hafi verið, hversu margir hafi verið í fylgdarliði, hver heildarkostnaðurinn hafi verið við hverja ferð og hver hafi greitt hanna. Þá óskar Álfheiður einnig eftir upplýsingum um risnu, dvalarkostnað og dagpeninga ráðherra.

Álfheiður gangrýndi Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra harðlega á Alþingi í gær fyrir að nýta sér einkaþotu til þess að fara á fund NATO í Búkarest. Sagðist Álfheiður ekki geta orða bundist yfir hinum nýja stíl sem ráðherrar hefðu tileinkað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×