Innlent

Þriggja bíla árekstur á Sandskeiði

MYND/Stöð 2

Lögregla þurfti að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg um stund vegna þriggja bíla áreksturs sem þar varð á níunda tímanum. Einn bíllin valt í árekstrinum.

Klippa þurfti einn bílinn í sundur til að ná ökumanninum út en alls slösuðust þrír í árekstrinum. Þeir voru allir fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en krapi er á veginum.

Vegurinn var lokaður í innan við hálftíma og urðu töluverðar umferðartafir af þeim sökum en nú er búið að opna hann. Þá er búið að opna Hellisheiði en þar er nú þæfingsfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×