Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 16:17 Eyvindarfjarðará á Ströndum sem einnig heyrir undir Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo. Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo.
Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira