Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:14 Jón Eyþór og Manuela í fjörugum dansi í Allir geta dansað 10. janúar síðastliðinn. Vísir/M. Flóvent Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón. Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02