Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Sóley Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:45 Manuela og Jón Eyþór voru stórglæsileg í kvöld vísir/m. flóvent Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira