Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 19:29 Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02