Hendur forseta bundnar 13. október 2005 14:24 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira