Fimm skáld í Land Cruiser Þorgríms 5. desember 2008 05:00 Þorgrímur Þráinsson, Einar Kárason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Stefán Máni keyrðu vestur á Land Cruiser-bifreið Þorgríms. „Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar," segir Einar Kárason rithöfundur. Einar er spurður hvort ekki hefði verið rafmagnað andrúmsloft þegar fimm rithöfundar keyrðu vestur fyrir fjall í Land Cruiser jeppa til að lesa upp úr skáldverkum sínum í Ólafsvík. Ferðafélagar Einars voru þau Þorgrímur Þráinsson sem stýrði Land Cruiser-jeppanum af stakri snilld, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þorgrímur segist fyrst hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni sem bílstjóri þegar hann leit yfir hópinn og áttaði sig á verðmæti hans. „Já, þetta hefði getað orðið dýrt og íslenskar bókmenntir hefðu aldrei náð sér á strik ef ferðalagið hefði farið illa og landslið fagurbókmennta horfið af sjónarsviðinu. Maður verður kannski að endurskoða þetta, að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Ég keyrði í það minnsta mjög varlega heim eftir þessa uppgötvun," segir Þorgrímur sem staðið hefur fyrir þessum skáldaferðum undanfarin átta ár í samstarfi við Framfarafélagið í Ólafsvík. Þorgrímur bætir því við að það hefði eiginlega komið honum á óvart hversu vel bíllinn hans leit út eftir ferðalagið. Rithöfundar væru augljóslega hin mestu snyrtimenni. Hápunktur kvöldsins var hins vegar matarboð sem foreldrar Stefáns Mána stóðu fyrir á heimili sínu við Fornu-Fróðá. Borðin ætluðu að kikna undan kræsingunum og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stóðu skáldin nánast á beit. „Já, maður verður víst að viðurkenna það, ég þurfti allavega ekki að borða morgunmat í morgun," segir Þorgrímur. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar," segir Einar Kárason rithöfundur. Einar er spurður hvort ekki hefði verið rafmagnað andrúmsloft þegar fimm rithöfundar keyrðu vestur fyrir fjall í Land Cruiser jeppa til að lesa upp úr skáldverkum sínum í Ólafsvík. Ferðafélagar Einars voru þau Þorgrímur Þráinsson sem stýrði Land Cruiser-jeppanum af stakri snilld, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þorgrímur segist fyrst hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni sem bílstjóri þegar hann leit yfir hópinn og áttaði sig á verðmæti hans. „Já, þetta hefði getað orðið dýrt og íslenskar bókmenntir hefðu aldrei náð sér á strik ef ferðalagið hefði farið illa og landslið fagurbókmennta horfið af sjónarsviðinu. Maður verður kannski að endurskoða þetta, að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Ég keyrði í það minnsta mjög varlega heim eftir þessa uppgötvun," segir Þorgrímur sem staðið hefur fyrir þessum skáldaferðum undanfarin átta ár í samstarfi við Framfarafélagið í Ólafsvík. Þorgrímur bætir því við að það hefði eiginlega komið honum á óvart hversu vel bíllinn hans leit út eftir ferðalagið. Rithöfundar væru augljóslega hin mestu snyrtimenni. Hápunktur kvöldsins var hins vegar matarboð sem foreldrar Stefáns Mána stóðu fyrir á heimili sínu við Fornu-Fróðá. Borðin ætluðu að kikna undan kræsingunum og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stóðu skáldin nánast á beit. „Já, maður verður víst að viðurkenna það, ég þurfti allavega ekki að borða morgunmat í morgun," segir Þorgrímur.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög