Furby getur valdið kvíða hjá börnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 09:00 Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur, segir loðdýrið Furby geta verið krefjandi fyrir ung börn. Mynd/Daníel Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“ Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“
Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira