Óvissa um framhald lögreglunáms í haust Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Lögregla að störfum í Reykjavík. Þeir sem hyggjast leggja stund á lögreglufræði þurfa að fylgjast framvindu mála á Alþingi. vísir/Valli „Það er ekki búið að segja upp starfsfólki enn,“ segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögregluskólans. Fyrir liggur að lögreglunám verður fært á háskólastig og í frumvarpsdrögum að breytingu á lögreglulögum kemur fram að Lögregluskólinn verður lagður niður þann 30. september á þessu ári. Frumvarpið átti að kynna á þingi ekki síðar en 15. mars en er ekki komið fram enn. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum þá lifum við aðeins lengur. En við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Það hefur verið áhyggjuefni okkar í vetur,“ segir Karl en níu starfsmenn starfa við skólann. Þeim verður öllum sagt upp þegar að því kemur að leggja niður skólann. Námið verður fært á háskólastig. Karl Gauti segist fá svör geta veitt áhugasömu fólki sem vill leggja stund á nám í lögreglufræðum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum. Ég gef þau svör að frumvarpið sé í innanríkisráðuneytinu og eigi eftir að fara fyrir þing. Það eru einu svörin sem ég get veitt í bili að minnsta kosti,“ segir hann. Með breytingu á lögreglulögum verður lögreglunám fært á háskólastig eins og það er á hinum Norðurlöndunum. Karl Gauti hefur ásamt starfsliði sínu fengið kynningu á frumvarpinu. „Já, við höfum fengið kynningu á því og þá var gert ráð fyrir því að námið hæfist í haust á háskólastigi en til þess að svo verði þarf auðvitað að afgreiða frumvarpið með breytingum á þingi.“ Ekki hefur verið gengið frá samningi við háskóla um að taka við kennslu í lögreglufræðum til B.Sc. náms. Námið verður þriggja ára nám á háskólastigi og skólinn sjálfstæð eining en menntuninni útvistað til menntakerfis að stórum hluta. Stefnt er á að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu og muni sjá um þróun og uppbyggingu grunnmenntunar lögreglu með þjónustusamningum svo og að sjá um framhaldsnám fyrir lögregluna. Starfshópur skipaður af innanríkisráðuneyti leggur til að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili og ennfremur að grunnmenntun lögreglumanns, tveggja ára bóklegu námi og eins árs starfsnámi, ljúki með bakkalárgráðu og að hugað verði að frekari menntun í kjölfar bakkalárgráðu sem lyki með meistaragráðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
„Það er ekki búið að segja upp starfsfólki enn,“ segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögregluskólans. Fyrir liggur að lögreglunám verður fært á háskólastig og í frumvarpsdrögum að breytingu á lögreglulögum kemur fram að Lögregluskólinn verður lagður niður þann 30. september á þessu ári. Frumvarpið átti að kynna á þingi ekki síðar en 15. mars en er ekki komið fram enn. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum þá lifum við aðeins lengur. En við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Það hefur verið áhyggjuefni okkar í vetur,“ segir Karl en níu starfsmenn starfa við skólann. Þeim verður öllum sagt upp þegar að því kemur að leggja niður skólann. Námið verður fært á háskólastig. Karl Gauti segist fá svör geta veitt áhugasömu fólki sem vill leggja stund á nám í lögreglufræðum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum. Ég gef þau svör að frumvarpið sé í innanríkisráðuneytinu og eigi eftir að fara fyrir þing. Það eru einu svörin sem ég get veitt í bili að minnsta kosti,“ segir hann. Með breytingu á lögreglulögum verður lögreglunám fært á háskólastig eins og það er á hinum Norðurlöndunum. Karl Gauti hefur ásamt starfsliði sínu fengið kynningu á frumvarpinu. „Já, við höfum fengið kynningu á því og þá var gert ráð fyrir því að námið hæfist í haust á háskólastigi en til þess að svo verði þarf auðvitað að afgreiða frumvarpið með breytingum á þingi.“ Ekki hefur verið gengið frá samningi við háskóla um að taka við kennslu í lögreglufræðum til B.Sc. náms. Námið verður þriggja ára nám á háskólastigi og skólinn sjálfstæð eining en menntuninni útvistað til menntakerfis að stórum hluta. Stefnt er á að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu og muni sjá um þróun og uppbyggingu grunnmenntunar lögreglu með þjónustusamningum svo og að sjá um framhaldsnám fyrir lögregluna. Starfshópur skipaður af innanríkisráðuneyti leggur til að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili og ennfremur að grunnmenntun lögreglumanns, tveggja ára bóklegu námi og eins árs starfsnámi, ljúki með bakkalárgráðu og að hugað verði að frekari menntun í kjölfar bakkalárgráðu sem lyki með meistaragráðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira