Neitað um lyf vegna vanskila við sjúkratryggingar Íslands maria@stod2.is skrifar 2. janúar 2014 18:45 Maður sem hugðist sækja lyf sín í apótek fór þaðan tómhentur vegna vanskila við sjúkratryggingar Íslands. Honum var gert að greiða skuld sína eða fullt verð fyrir lyfin en slíka fjárhæð hafði hann ekki á sér. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí á síðasta ári í samræmi við breytingar á lögum. Greiðsluþátttökukerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Sjúkratryggingar Íslands bjóða greiðsludreifingu á lyfjum í þessum fyrstu þrepum í allt að ár, til að létta undir með sjúklingum í greiðsluerfiðleikum. Maður sem hafði samband við fréttastofu hafði sökum greiðsluerfiðleika ekki staðið í skilum á greiðsludreifingunni. Hann skuldaði einn mánuð en hugðist þó sækja lyf sem eru honum nauðsynleg í nærliggjandi apótek. Þegar honum var neitað um að fá lyfin sín, nema að greiða fyrir þau fullt verð ellegar gera upp skuldina, þurfti hann frá að hverfa tómhentur þar sem hann hafði ekki svo mikið fé til umráða. Maðurinn lýsti yfir mikilli undrun með þetta fyrirkomulag og sagði starfsfólk apóteksins jafnframt hafa verið miður sín vegna málsins. Þeir lyfjafræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það afar óheppilegt að þeir séu farnir að sinna innheimtuhlutverki fyrir Sjúkratryggingar Íslands og þá jafnvel á skuldum sem stofnað var til í öðrum apótekum. Fréttastofa hafði einnig samband við Sjúkratryggingar Íslands en þaðan fengust þau svör að aðeins væri unnið eftir vinnureglum sem skipaðar hafi verið af hendi Velferðarráðuneytisins. Þá væri fyllilega eðlilegt að gera þær kröfur til fólks að standa við gerða samninga. Þau vildu ekki tjá sig frekar um málið og bentu á ráðuneytið. Fréttastofa náði ekki í viðeigandi aðila þar í dag. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Maður sem hugðist sækja lyf sín í apótek fór þaðan tómhentur vegna vanskila við sjúkratryggingar Íslands. Honum var gert að greiða skuld sína eða fullt verð fyrir lyfin en slíka fjárhæð hafði hann ekki á sér. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí á síðasta ári í samræmi við breytingar á lögum. Greiðsluþátttökukerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Sjúkratryggingar Íslands bjóða greiðsludreifingu á lyfjum í þessum fyrstu þrepum í allt að ár, til að létta undir með sjúklingum í greiðsluerfiðleikum. Maður sem hafði samband við fréttastofu hafði sökum greiðsluerfiðleika ekki staðið í skilum á greiðsludreifingunni. Hann skuldaði einn mánuð en hugðist þó sækja lyf sem eru honum nauðsynleg í nærliggjandi apótek. Þegar honum var neitað um að fá lyfin sín, nema að greiða fyrir þau fullt verð ellegar gera upp skuldina, þurfti hann frá að hverfa tómhentur þar sem hann hafði ekki svo mikið fé til umráða. Maðurinn lýsti yfir mikilli undrun með þetta fyrirkomulag og sagði starfsfólk apóteksins jafnframt hafa verið miður sín vegna málsins. Þeir lyfjafræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það afar óheppilegt að þeir séu farnir að sinna innheimtuhlutverki fyrir Sjúkratryggingar Íslands og þá jafnvel á skuldum sem stofnað var til í öðrum apótekum. Fréttastofa hafði einnig samband við Sjúkratryggingar Íslands en þaðan fengust þau svör að aðeins væri unnið eftir vinnureglum sem skipaðar hafi verið af hendi Velferðarráðuneytisins. Þá væri fyllilega eðlilegt að gera þær kröfur til fólks að standa við gerða samninga. Þau vildu ekki tjá sig frekar um málið og bentu á ráðuneytið. Fréttastofa náði ekki í viðeigandi aðila þar í dag.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira