Ráðherra og þingmenn í myndaþætti Framhaldsskólablaðsins um blæðingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 20:30 Nýjasta tölublað Framhaldsskólablaðsins sem kom út í síðasta mánuði en birt var á netinu nú fyrir helgi er tileinkað blæðingum.Á meðal efnis í blaðinu er myndaþáttur sem ber yfirskriftina „Okkur blæðir“ en ljósmyndun og úrvinnsla voru í höndum Jennýjar Mikaelsdóttur, nemanda í Tækniskólanum, sem meðal annars myndaði Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata og Katrínu Jakobsdóttur, þingmann og formann Vinstri grænna. „Fyrir síðasta tölublað vildum við gera eitthvað aðeins umfangsmeira en blöðin þar á undan og eitthvað sem við ræddum var að eitthvað svona málefni sem við gætum vakið athygli á væri einmitt blæðingar. Við vorum bara mikið að pæla í hlutum sem fólk tengir við en eru kannski tabú. Það er auðvitað búin að vera mikil vitundarvakning síðustu misseri í tengslum við réttindi kvenna en eitthvað sem snerti mikið við okkur voru blæðingar svo við ákváðum að tileinka blaðið þeim,“ segir Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum og ritstýra blaðsins, í samtali við Vísi.Vildu vekja athygli á blæðingum með grafískum hætti Hún segir aðspurð að þeim hafi gengið vel að fá konur til að taka þátt í gerð blaðsins og koma til dæmis í myndaþáttinn. „Aðalmálið með þessum myndaþætti var að vekja athygli á því að fólk með píku fer á túr og við vildum gera það með dálítið grafískum hætti. Við vildum líka vekja athygli á því að tíðavörur eru ekki aðgengilegar á almenningsklósettum, eins og til dæmis klósettpappír, en þær ættu auðvitað að vera það,“ segir Eva Dröfn sem segir þörf á umræðu um blæðingar sem enn séu feimnismál fyrir margar konur og stelpur. „Framhaldsskólablaðið tók þetta líka svolítið út af því að það eru ekki tíðavörur á klósettunum í framhaldsskólunum, ekki túrtappar eða dömubindi. Maður hefur einmitt lent í því að hvísla eitthvað á milli stelpnanna hvort einhver sé með dömubindi, eða ég reyndar kalla það bara yfir stofuna, en flestar eru ekkert að auglýsa það mikið að þær séu á blæðingum og þetta er svolítil skömm sem fylgir þessu. Það ætti auðvitað ekki að vera þannig því þetta er eins náttúrulegt og að pissa,“ segir Eva Dröfn.„Ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á túr“ Í blaðinu er einnig vakin athygli á því í öðrum myndaþætti sem ber yfirskriftina „Tíðavörur eru lúxusvörur“ að túrtappar og dömubindi bera 24 prósenta virðisaukaskatt þrátt fyrir að í raun sé um að ræða nauðsynjavörur fyrir konur. „Skattþrepið sem tíðavörur eru í er sama skattþrep að mér skilst og lúxusvörur,“ segir Eva Dröfn og bætir við: „Þá er ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á blæðingar. Maður þarf ekki að leggja svona mikið út fyrir því að kaupa sér klósettpappír eða tannkrem en þetta sýnir í raun bara ákveðna kvenfyrirlitningu í samfélaginu.“Hér má nálgast umfjallanir úr Framhaldsskólablaðinu sem tileinkað var blæðingum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Nýjasta tölublað Framhaldsskólablaðsins sem kom út í síðasta mánuði en birt var á netinu nú fyrir helgi er tileinkað blæðingum.Á meðal efnis í blaðinu er myndaþáttur sem ber yfirskriftina „Okkur blæðir“ en ljósmyndun og úrvinnsla voru í höndum Jennýjar Mikaelsdóttur, nemanda í Tækniskólanum, sem meðal annars myndaði Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata og Katrínu Jakobsdóttur, þingmann og formann Vinstri grænna. „Fyrir síðasta tölublað vildum við gera eitthvað aðeins umfangsmeira en blöðin þar á undan og eitthvað sem við ræddum var að eitthvað svona málefni sem við gætum vakið athygli á væri einmitt blæðingar. Við vorum bara mikið að pæla í hlutum sem fólk tengir við en eru kannski tabú. Það er auðvitað búin að vera mikil vitundarvakning síðustu misseri í tengslum við réttindi kvenna en eitthvað sem snerti mikið við okkur voru blæðingar svo við ákváðum að tileinka blaðið þeim,“ segir Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum og ritstýra blaðsins, í samtali við Vísi.Vildu vekja athygli á blæðingum með grafískum hætti Hún segir aðspurð að þeim hafi gengið vel að fá konur til að taka þátt í gerð blaðsins og koma til dæmis í myndaþáttinn. „Aðalmálið með þessum myndaþætti var að vekja athygli á því að fólk með píku fer á túr og við vildum gera það með dálítið grafískum hætti. Við vildum líka vekja athygli á því að tíðavörur eru ekki aðgengilegar á almenningsklósettum, eins og til dæmis klósettpappír, en þær ættu auðvitað að vera það,“ segir Eva Dröfn sem segir þörf á umræðu um blæðingar sem enn séu feimnismál fyrir margar konur og stelpur. „Framhaldsskólablaðið tók þetta líka svolítið út af því að það eru ekki tíðavörur á klósettunum í framhaldsskólunum, ekki túrtappar eða dömubindi. Maður hefur einmitt lent í því að hvísla eitthvað á milli stelpnanna hvort einhver sé með dömubindi, eða ég reyndar kalla það bara yfir stofuna, en flestar eru ekkert að auglýsa það mikið að þær séu á blæðingum og þetta er svolítil skömm sem fylgir þessu. Það ætti auðvitað ekki að vera þannig því þetta er eins náttúrulegt og að pissa,“ segir Eva Dröfn.„Ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á túr“ Í blaðinu er einnig vakin athygli á því í öðrum myndaþætti sem ber yfirskriftina „Tíðavörur eru lúxusvörur“ að túrtappar og dömubindi bera 24 prósenta virðisaukaskatt þrátt fyrir að í raun sé um að ræða nauðsynjavörur fyrir konur. „Skattþrepið sem tíðavörur eru í er sama skattþrep að mér skilst og lúxusvörur,“ segir Eva Dröfn og bætir við: „Þá er ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á blæðingar. Maður þarf ekki að leggja svona mikið út fyrir því að kaupa sér klósettpappír eða tannkrem en þetta sýnir í raun bara ákveðna kvenfyrirlitningu í samfélaginu.“Hér má nálgast umfjallanir úr Framhaldsskólablaðinu sem tileinkað var blæðingum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira