Innlent

Enn að störfum

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Lögreglan ræður íbúum húsa að snúa ekki til baka í íbúðir sínar að svo stöddu. Þá ítrekaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur viðvörun sína til íbúa vegna mengunar í húsunum. Þá segir að íbúum, starfsfólki fyrirtækja eða öðrum þeim sem voru í nágrenni brunans við Hringrás og finna fyrir við ertingu eða óþægindum í öndunarfærum sé bent á að leita læknis. Síðbúin einkenni allt að þremur dögum eftir að fólk hafi orðið fyrir reykjarmengun séu hugsanleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×