Rússar sækja hart að Daða Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 08:37 Sveitin Little Big er þekkt fyrir mikið stuð og áhugaverða dansa - sem segja má að séu bæði aðalsmerki Daða Freys. C1 Rússland Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big. Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big.
Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54