Lífið

Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision

Andri Eysteinsson skrifar
The Roop er líklegt til vinsælda í maí.
The Roop er líklegt til vinsælda í maí. Skjáskot/ESC

Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi.

Ljóst er að litagleðin, dansarnir og léttleikinn sem svífur yfir atriði Daða og Gagnamagnsins muni vera það sem heilla mun evrópska og ástralska áhorfendur í Rotterdam Ahoy höllinni.

Það verður þó annað atriði sem mun keppa við framlag Íslendinga um dans, grín og flippatkvæðin í keppninni í Hollandi.

Litháar völdu framlag sitt 15. febrúar síðastliðinn og var þar lagið On Fire með hljómsveitinni the Roop fyrir valinu. Telja Eurovisionspekingar lagið líklegt til að valda usla í keppninni í ár.

Lagið einkennist af hrífandi viðlagi, furðulegum danshreyfingum og skemmtilegri sviðsframkomu flytjendanna, líkt og sjá má í myndbandi frá úrslitalitakvöldi undankeppninnar í Litháen.



Horft hefur verið á myndbandið frá flutningi The Roop á úrslitakvöldinu í 2,6 milljón skipti síðan að myndbandið var birt á YouTube um miðjan febrúar mánuð.

Daði, Gagnamagnið og aðrir Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Litháum fyrr en í úrslitakeppninni sjálfri þar sem að The Roop stígur á svið í fyrri undanúrslitakeppninni 12. maí en heimsbyggðin fær að kynnast Daða og Gagnamagninu  tveimur dögum síðar.


Tengdar fréttir

Daði og Gagnamagnið á leið til Rotterdam í maí

Daði og Gagnamagnið bar sigur úr bítum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og mun lag þeirra Think About Things verða framlag Íslendinga í Eurovison í maí næstkomandi.

Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða

Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×