„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 13:32 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00