Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 10:11 „Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?