Innlent

Tilbúnir til sameiningarviðræðna

Íbúar í fjórum hreppum, öllum hreppunum umhverfis Akranes, hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna. Þetta eru Innri-Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Leirár- og Melahreppur og Hvalfjarðarstrandarhreppur. Athygli vekur að Akranes er ekki í þessum hópi. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að ánægja ríki með sameininguna en Skagamenn telji samt að svæðið verði sterkara sem ein heild. „Við höfum verið tilbúnir til viðræðna en það hefur ekki borið neinn árangur. Við höfum ekki haft neitt sérstakt frumkvæði að því en sagt að það væri mjög gott skref ef hrepparnir í nágrenni okkar myndu sameinast í eitt sveitarfélag. Svo verður bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Hinsvegar hefur samstarf verið um ýmis málefni og það hefur gengið ágætlega,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×