Sýndarveruleikinn nánast trúarleg upplifun Una Sighvatsdóttir skrifar 29. mars 2016 19:30 Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“ Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“
Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01