Finnar á EM í fyrsta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Finnar skrifuðu spjöld sögunnar í kvöld
Finnar skrifuðu spjöld sögunnar í kvöld vísir/getty
Finnar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með þægilegum sigri á Liecthenstein á heimavelli í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar komast inn á stórmót.

Jasse Tuominen kom Finnum yfir gegn lærisveinum Helga Kolviðssonar í fyrri hálfeik og bætti Teemu Pukki tveimur mörkum við. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Finna.

Finnar verða því meðal þátttökuþjóða á Evrópumeistaramótinu, í fyrsta skipti eftir 32 undankeppnir fyrir EM og HM án árangurs.





Mikil fögnuður braust eðlilega út í Finnlandi í leikslok, en mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á götum Helsinki að horfa á leikinn.

Finnar eru komnir með 18 stig í öðru sæti J riðils, þeir geta ekki náð Ítölum á toppi riðilsins en Grikkir geta ekki lengur náð Finnum, Grikkir eru með 11 stig í níunda sæti. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira