Finnar á EM í fyrsta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Finnar skrifuðu spjöld sögunnar í kvöld
Finnar skrifuðu spjöld sögunnar í kvöld vísir/getty
Finnar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með þægilegum sigri á Liecthenstein á heimavelli í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar komast inn á stórmót.Jasse Tuominen kom Finnum yfir gegn lærisveinum Helga Kolviðssonar í fyrri hálfeik og bætti Teemu Pukki tveimur mörkum við. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Finna.Finnar verða því meðal þátttökuþjóða á Evrópumeistaramótinu, í fyrsta skipti eftir 32 undankeppnir fyrir EM og HM án árangurs.

Mikil fögnuður braust eðlilega út í Finnlandi í leikslok, en mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á götum Helsinki að horfa á leikinn.Finnar eru komnir með 18 stig í öðru sæti J riðils, þeir geta ekki náð Ítölum á toppi riðilsins en Grikkir geta ekki lengur náð Finnum, Grikkir eru með 11 stig í níunda sæti. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.